Gisting fyrir tvö í eina nótt í 2ja herbergja svítu og 3ja rétta máltíð með fordrykk á aðeins 34.650 kr (33% afsláttur – fullt verð 51.650 kr)
Njóttu helgarinnar við sjávarsíðuna á Eyrarbakka
Það sem er innifalið:
- Íbúðagisting í 2ja herberjga svítu við sjávarsíðuna
- 3ja rétta máltíð fyrir tvö ásamt fordrykk á Rauða Húsinu
Gott að vita
- Gjafabréfið gildir í eitt ár nema á tímabilið 1. júní til 31. ágúst 2023
- Hægt er að bæta við auka nótt og breyta því í helgarferð á aðeins 19.340 kr
- Hægt er að uppfæra í 3ja herbergja íbúð (með 2 svefnherbergjum) á 10.000 kr (per nótt)
- Morgunmatur er ekki innifalin en það er eldhús í íbúðinni og sjoppa við hliðina. Hægt er að bæta við morgunverðarkörfu fyrir tvö á 3.000 kr
Íbúðagisting á Bakka Apartments
Svítan þín (Deluxe One-Bedroom Apartment) er í göngufjárlægð frá Rauða Húsinu og í honum er sér svefnherbergi, setustofu, baðherbergi og eldhús. Það er snjallsjónvarp mep Netflix, Wifi tenging og kaffi og te í boði hússins.
3ja rétta máltíð með fordrykk á Rauða Húsinu
Glæsileg 3ja rétta máltíð að hætti kokksins á Rauða Húsinu. Val á matseðilinn getur breyst en svona er máltíð sem er í boði nóvemeber 2022
- Fordrykkur:
- Glas af prosecco, kokteill hússins eða óafengan kokteill
- Forréttur:
- Nautacarpaccio með truffluolíu, Parmesanostaflögur og klettasalati eða
- Rauðrófucarpaccio með ristuðum hnetum, fetaosti, truffluolía, klettasalati og bjáberjasósu (v)
- Aðalréttur, val um:
- Lambafille með rauðvínssósu, belgbaunir, gulrótapuré og smælki kartöflum eða
- Pönnusteiktur þorskur, hvítvínssósa, grænertumauk, blómkál, kirsuberjatómatar, pæklaður laukur eða
- Hnetusteik okkar úr linsubaunum, fræjum og hnetum með villisveppasósu, smælki kartöflum, sellerírótapuré, litlar gulrætur og klettasalati (v)
- Eftirréttur:
- Gamla góða Þjórsárhraun heitt súkkulaðikaka með vanilluís eða
- Fullorðins heitt súkkulaði með líkjör (v)
Ævintýraleg upplifun eða afslöppun?
Eyrarbakki er notalegt þorp við sjávarsíðuna. Við mælum með að ganga meðfram sjóvarnagarðinn og niður á strönd vestan megin þorpsins. Einnig er hægt að heimsækja söfnin eða far í sund á Stokkseyri.
Ef þú vilt gera eitthvað meira úr deginum er hægt að fara í fjórhjóla-, hesta-, hellaskoðunar- eða kajakferð eða spila golf innan við 15 mínutur akstur frá Eyarbakka.